„Manchester City er ekki að fara að klúðra þessu“

„Það er hægt að lesa ýmislegt í þetta og stuðningsmenn Liverpool og Arsenal reyna eflaust að finna eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Vellinum á Síminn Sport þegar rýnt var í toppbaráttuna.

Englandsmeistarar Manchester City eru með tveggja stiga forskot á Arsenal og Liverpool þegar fimm umferðum er ólokið en liðin eiga öll eftir að mæta sterkum andstæðingum í lokaumferðunum.

„Manchester City er ekki að fara að klúðra þessu,“ sagði Jóhannes Karl.

„Tottenham hafa ekki verið frábærir og það virðist vera mjög auðvelt að skora gegn þeim. Hversu oft hefur City verið í þessari stöðu áður?

Pep Guardiola leiðir þetta lið áfram og stjórinn hjá City mun skipta mestu máli á þessum lokaspretti,“ sagði Jóhannes Karl meðal annars.

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Javier Soriano
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert