Overwatch fagnar sex ára afmæli

Overwatch er sex ára gamall leikur.
Overwatch er sex ára gamall leikur. Grafík/Blizzard

Overwatch fagnar sex ára afmæli sínu með sérstökum viðburði sem hefst þann 5. apríl og stendur fram að 26. apríl.

Leikurinn fagnar afmæli sínu á hverju ári en í þetta sinn mun viðburðurinn færa leikmönnum eldri bardaga og áskoranir frá fyrri tímabundnum viðburðum.

Auk þess verður breitt úrval af endurgerðum Legendary-búningum eins og hvítri útgáfu af búning Mage Mercy ásamt hvítri útgáfu af Oni-búning Demon Genji.

Afmælisfögnuður Overwatch mun einnig gefa leikmönnum tækifæri á að vinna sér inn gamla tímabundna búninga, eins og Nano D.Va, Bastet Ana og Combat Medic Baptiste í gegnum bardagaáskoranir. 

Margt fleira spennandi er í vændum fyrir Overwatch-leikmenn en nánar um viðburðinn má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is