Star Wars-fögnuður næstu tvær vikurnar

Fortnite fagnar fjórða maí með Star Wars.
Fortnite fagnar fjórða maí með Star Wars. Grafík/Epic Games

Fyrir löngu síðan í battle royale-leik langt í burtu, kynnti Epic Games nokkra búninga og hluti í Star Wars-þema fyrir Fortnite-leikmönnum. Nánast allir þessir hlutir snúa aftur í dag þegar Fortnite fagnar 4. maí með tvegga vikna viðburði.

Fjársjóðir á eyjunni munu einnig vera í meira „geim-þema“ sem hluti af viðburðinum en geislasverð og E-11 Blaster riffill gætu dúkkað upp sem fjársjóðir í viðureignum. Stormtroopers gætu einnig vafrað um kortið sem NPS og selt leikmönnum vopn í Star Wars-þema.

Ný verkefni framundan

Nokkrir Star Wars-fylgihlutir snúa aftur í verslunina og verða aðgengilegir til kaups næstu tvær vikurnar. Allir Star Wars-búningarnir, fyrir utan Mandalorian, sem voru áður seldir í búðinni, Kylo Ren, Boba Fett og fleiri, verða líka aðgengilegir á ný.

Auk þess fer af stað nýr söguþráður með verkefnum í framhaldi af Stormtrooper-þjálfun sem verður aðgengilegur. Þar geta leikmenn geta unnið sér inn sérstakan Empire-borða fyrir að klára öll verkefnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert