Endurtekning korta nánast úr sögunni

Valorant.
Valorant. Grafík/Riot Games

Þegar spilað er fjölspilunarleiki, eins og Valorant, getur komið fyrir að sama kortið verði spilað nokkrum sinnum í röð. Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games hefur nú fundið ráð á þessu í framhaldi af apríl-uppfærslu leiksins.

Í nýrri grein rýnir Brian Chang, hjá keppnisteymi Valorants, í vandamál sem tengjast handahófskenndu vali á kortum innanleikjar og hvers vegna þau hafa verið til trafala hjá Riot Games - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til lagfæringa.

Nýtt kerfi sett upp

Teymið á bakvið leikinn hafði áður sett upp kerfi sem stefndi á að velja kort fyrir leikmenn sem 10% þeirra höfðu ekki séð nýlega. Þó að kerfið hafi hjálpað eitthvað til, þá dugði það samt ekki til að koma í veg fyrir endurtekningu korta.

Í uppfærslu 4.04 sem kom út í apríl, kynnti Riot Games til leiks nýtt kortakerfi sem var hannað til þess að „auka fjölbreytileika korta sem leikmenn lenda á“.

Þá er kortavalið í raun ekki alveg handahófskennt, heldur mun kerfið fjarlægja kort úr „pottinum“ ef þau koma upp of oft.

Hér má sjá að aðeins 0,06% leikmanna í Valorant lenda …
Hér má sjá að aðeins 0,06% leikmanna í Valorant lenda í sama kortinu þrisvar sinnum í röð. Grafík/Riot Games

Náð góðum árangri

Samkvæmt Riot hafði enginn leikmaður í röð keppnisleikja séð sama kortið fimm skipti í röð fyrstu vikuna eftir að kerfið var innleitt.

Þá hafði prósentufjöldi leikmanna sem kvörtuðu yfir endurtekningum á kortum lækkað niður í 0,06% - eða þá gróflega einn leikmaður af hverjum 1.700.

Chang sagði líka að þetta hafi náðst með engum neikvæðum áhrifum á biðraðir eða stöðugleika viðureigna í keppnisbundnum leikjum. 

Nýjasta uppfærslan í Valorant, uppfærsla 4.10, snýr að mestu að endurbótum á Omen, og gæti jafnvel verið hluti af stríðni í tengslum við nýtt Valorant-kort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert