Veittu innsýn í nýja útsendarann

Blizzard veitti aðdáendum innsýn í nýjasta útsendarann í Overwatch 2 með myndbandi. Það var engin önnur en hún Junker Queen, eða Aðalsdrottningin á íslensku, sem sætti sviðsljósið að þessu sinni.

Í síðustu viku var birt kynningarstikla sem sýndi frá Aðalsdrottningunni og baksögunni hennar. Hér að ofan má horfa á myndbandið.

Tankar í Overwatch 2

Þann 12. júní var fyrst greint frá henni sem tank og verður hún í fararbroddi í næsta betaprófi Overwatch 2, sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku.

Hún er útbúin eiginleikum sem verðlauna árásarhneigð og gera henni auðvelt að berjast í návígi. Aðalhæfileikinn hennar, Rampage, lýsir sér þannig að hún rúllar í gegnum hóp óvina á meðan hún veitir þeim skaða með stórri exi. 

Aðalsdrottningin getur líka kastað hnífnum sínum, sem heitir Gracie, í áttina að óvinum sínum. Hitti hún óvin með hnífnum, þá getur hún dregið hann að sér og slegist í návígi.

Þar að auki getur hún veitt liðinu sínu buff, eins og með Commanding Shout-hæfileikanum sem gefur ölu liðinu aukinn hraða og skaðagetu. 

Leiðarvísir frá Blizzard fyrir Overwatch 2.
Leiðarvísir frá Blizzard fyrir Overwatch 2. Grafík/Activision Blizzard

Birtu leiðarvísi

Samkvæmt leiðarvísi sem var birtur var af Blizzard verður Aðalsdrottningin aðgengileg í fyrsta tímabili Overwatch 2 ásamt tveimur öðrum nýjum útsendurum.

Þá verður nýi útsendarinn Sojourn líka spilanlegur, en hana er að sjá í kynningarstiklu leiksins. Síðari útsendarinn hefur þó ekki verið gefinn upp, greint verður frá honum síðar.

Auk nýrra útsendara býður Overwatch 2 upp á nýja leikjaspilun þar sem spilað er fimm á móti fimm, endurunna útsendara, ný kort, leikhami og fleira.

Fleiri útsendarar á leiðinni

Í öðru tímabili leiksins verður annar tank kynntur til leiks, leikmenn fá nýtt kort til þess að spila á og aðgang að safni af einstökum búiningum.

Blizzard lofar einnig fleiri útsendurum, kortum, búningum, leikhömum á næsta ári ásamt PvE-spilun.

Er því óhætt að segja að Overwatch-leikmenn geti hlakkað til útgáfu leiksins og komandi tímabila, en Overwatch 2 kemur út þann 4. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert