Ekki samur eftir dýflissuferð

Torghast í World of Warcraft.
Torghast í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Tölvuleikurinn World of Warcraft hefur verið til í að verða tvo áratugi og verða tæknilegir örðugleikar sjaldan leikmönnum til ama, líkt og hjá nýlegri leikjum. Hinsvegar er leikurinn þó ekki alveg laus við gloppur eða villur. 

Reddit-notandinn c4s2b9xc spilar Warlock í WoW og greindi nýlega frá því að púkinn hans innanleikjar hans hafi ekki verið samur eftir dýflissuferð í Torghast, Tower of the Damned.

Vel buffaður eftir Torghast

Þá hafði hann farið í dýflissuferð og verið úthlutað ýmis buff í skiptum fyrir Anima Powers á meðan ferðinni stóð. Með buffunum varð bæði hann og Felguard-púkinn hans sterkari tímabundið.

Hinsvegar þegar Warlockinn og púkinn hans yfirgáfu Torghast, héldust buffin á púkanum. Næst fóru þeir í Mists of Tirna Scithe en það var þá sem hann áttaði sig á því að eitthvað væri bogið.

Felguardinn hans skoraði þá um 12.000 skaða-stig og óvæntu þungahöggin skoruðu um 22.000 skaðastig.

Reyndi allt sem hann gat

Þó að þetta kunni að hljóma eins og hann hafi dottið í lukkupottinn, þá hefði þetta getað orðið til þess að c4s2b9xc yrði bannaður í leiknum. Reyndi hann þessvegna að losa Felguardinn við þessa ofurkrafta sem fylgdu honum frá Torghast.

Hann hafði reynt að kalla á hann aftur, drepa hann, endurraða hæfileikunum hans, fara aftur í Torghast, gefa honum nýtt nafn og margt fleira en ekkert virkaði.

Það eina sem hann taldi sig í raun geta gert til þess að komast hjá banni var að skipta um sérhæfingu og spila ekki sömu sérhæfingu aftur á þessarri persónu.

Annar leikmaður til bjargar

Vakti þetta mikla athygli á Reddit og til mikillar lukku gat einn notendanna, brandoncrogers, gefið honum ráð við þessu.

Glyph of the Wrathguard er hlutur innanleikjar sem breytir Felguard í Wrathguard, Draenei-púka. 

Með því að notast við Glyph of the Wrathguard tókst honum að breyta Felguardinum sínum aftur í sama horf og komst hjá því að fá áminningu eða bann frá leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka