Greið leið á toppinn með nýju kerfi

Riot Games opinberar áform sín varðandi rafíþróttasenuna í Valorant.
Riot Games opinberar áform sín varðandi rafíþróttasenuna í Valorant. Grafík/Riot Games

Riot Games greinir frá nýjum smáatriðum varðandi meistaramótaröð ársins 2023 í Valorant og breytingarnar á rafíþróttasenu leiksins. Breytingarnar munu gera liðum auðveldara fyrir að spila sig upp í hæsta stig keppnissenunnar.

Fyrr á þessu ári tilkynntu Riot Games um að breytingar á rafíþróttasenunni væru í vændum og hefur nú gefið upp enn fleiri smáatriði um málið.

Þessi tilkynning er aðeins hluti af þeim brautryðjendaáformum sem fyrirtækið hefur fyrir meistaramótaröð næsta árs.

Tækifærum fjölgar með stærra vistkerfi

Fyrirtækið hefur nú tilkynnt um áform sín um að stækka vistkerfi áskorendamótaraðarinnar fyrir tímabil næsta árs. Í áskorendamótaröðinni verða 21 svæðisbundnar deildir í gangi þvert yfir Ameríku, APAC-, og EMEA-svæðin með það að markmiði að gefa nýjum og hæfileikaríkum liðum tækifæri á að koma sér á toppinn.

Áskorendamótaröðin spilar lykilhlutverkið í að vekja athygli á upprennandi rafíþróttastjörnum, reyna á hæfileika liða sem vilja spila í alþjóðlegu deildunum og brúa bilið á milli íþróttarinnar og leiksins.

Deildir í mótaröðinni munu fela í sér skipulagðar keppnir sem byrja með opnum undankeppnum þar sem bestu liðin munu síðan halda áfram og spila tvö tímabil. Lið sem byrja í Áskorendamótaröðinni geta unnið sig upp í alþjóðlegu deildirnar og því næst upp í að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum.

Tengja öll stig pýramídans

„Síðastliðna mánuði hefur gríðarleg eftirspurn verið eftir því frá liðum að keppa í Valorant rafíþróttavistkerfinu. Þess vegna víkkuðum við út áform okkar fyrir VCT-áskorendamótin,“ sagði Whalen Rozelle, framkvæmdastjóri rafíþrótta hjá Riot Games.

„Sterkt vistkerfi fyrir áskorendamótin er lykilþátturinn í langtímavelgengni fyrir atvinnumenn í Valorant. Við trúum því að besta leiðin til þess að gefa upprennandi stjörnum tækifæri á að láta ljós sitt skína, og liðum tækifæri á að taka þátt í mikilvægum keppnum þar sem margt er í húfi, sé að tengja öll stig pýramídans.“

Alþjóðlegar deildir í Valorant skiptast niður á þrjú svæði.
Alþjóðlegar deildir í Valorant skiptast niður á þrjú svæði. Grafík/Riot Games

Tryggja sér þátttöku

Á næsta ári munu áskorendadeildir innan þriggja svæða standa fyrir nýrri röð viðburða. Um er að ræða áskorendauppstig (e. Challangers Ascension). Haldin verða þrjú uppstigsmót þar sem bestu liðin á viðkomandi svæði verða krýnd sigurvegarar.

Lið sem sigra á þessum þremur uppstigningarmótum fá þátttökurétt á næsta tímabili alþjóðlegu deildarinnar. 

Stöðuhækkunarkerfi Riot Games fyrir rafíþróttasenuna í Valorant.
Stöðuhækkunarkerfi Riot Games fyrir rafíþróttasenuna í Valorant. Grafík/Riot Games

Tækifæri til að sanna sig

Í gegnum stöðuhækkunarkerfi áskorendamótsins, munu þrjár alþjóðlegar deildir bæta við sig einu liði á hverju ári, þangað til að hámarksþátttökufjöldi deilda næst. Einungis fjórtán lið geta verið í hverri deild og mun þetta því gilda fram að árinu 2027.

Lið sem vinna í uppstigsmótum fá tveggja ára stöðuhækkun í alþjóðlegu deild síns svæðis. Þau fá tækifæri til þess að sanna sig með því að keppa gegn liðum í alþjóðlegu deildinni á VCT-tímabilinu, fá svipuð deildarfríðindi og sömu tækifæri til þess að komast á alþjóðlega viðburði eins og Masters- og Heimsmeistaramótin.

Að tveimur árum liðnum snúa liðin aftur til sinnar deildar til þess að spila sig aftur upp í gegnum áskorenda- og uppstigsmót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert