Um 300 manns kepptu á lani í HR

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. Ljósmynd/HR

Fyrr í mánuðinum mættu um 300 manns til leiks á einum stærsta lan-viðburðinum á Íslandi, HRingnum.

HRingurinn fór fram í Háskólanum í Reykjavík helgina 5. til 7. ágúst og keppt í sex mismunandi tölvuleikjum.

Keppt var í tölvuleikjunum Counter-Strike: Global Offensive, League of Legends, Valorant, Overwatch, Super Smash Bros og Tekken.

Mynd frá HRingnum.
Mynd frá HRingnum. Ljósmynd/Aðsend

Dusty sigra í tveimur leikjum

Í Counter-Strike: Global Offensive hampaði rafíþróttaliðið Dusty fyrsta sætinu og situr SAGA rétt á eftir í öðru sæti en Ármann í því þriðja.

Í League of Legends náðu Sultuhundar fyrsta sætinu og Cabo því öðru en SveittirBavíanar því þriðja.

Í Valorant voru Dusty efstir og CoachDiff í öðru sæti á meðan Klutz náðu þriðja sætinu.

í Overwatch hömpuðu Spliff Donk og Gengja fyrsta sætinu og Tröll rétt á eftir í öðru sæti.

Egill Helgason sigraði í Super Smash Bros og Bergsteinn Ásgeirsson náði öðru sæti.

Ronloyd var efstur í Tekken á meðan Júlíus Kjartan var í öðru sæti.

Aldrei verið stærri

Í samtali við mbl.is segir mótastjórn að allt hafi gengið nokkuð vel og óskar öllum sigurvegurum til hamingju með sína glæsilegu sigra.

Er þetta stærsti HRingur sem hefur farið fram og hafa verðlaunin aldrei verið hærri, en yfir 750.000 krónur voru í verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert