LoL-senan vaknar úr dvala um helgina

League of Legends-mót fer fram um helgina ásamt áhorfsveislu fyrir …
League of Legends-mót fer fram um helgina ásamt áhorfsveislu fyrir úrslitin í LEC.

League of Legends-senan á Íslandi hefur legið í dvala um þó nokkurn tíma. Um helgina verður  hinsvegar nóg um að vera fyrir LoL-aðdáendur þar sem bæði fer fyrsta mót LEÍ fram og áhorfsveisla verður haldin fyrir þá sem vilja fylgjast með úrslitum LEC.

Í hádeginu á morgun fer LEÍ af stað með ARAM-mót sem hefst klukkan 12:00.

Þarf ekki að vera með heilt lið

Keppendur geta skráð sig til leiks sem einstaklingar, heilt lið eða allt þar á milli. Mótastjórn aðstoðar síðan við að raða stökum keppendum, eða keppendum sem ekki ná upp í heilt lið, saman.

Þátttökugjald ARAM-mótsins hljóðar upp á 1.500 krónur fyrir hvern einstakling en sá peningur verður nýttur í verðlaun fyrir mótið ásamt fleiru. Greitt er fyrir þátttöku á vefverslun RÍSÍ og fer skráning fram á Challengermode.

Gefa áhorfendum LoL-varning

Áhorfsveislan fyrir úrslitin í LEC-fer fram í rafíþróttahöllinni Arena á sunnudaginn frá klukkan 15:00.

Þá geta LoL-aðdáendur hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem sérstökum League of Legends-varning verður dreift á milli gesta og áhorfenda.

Nánari upplýsingar um þetta má nálgast á Discord-rás íslenska LoL-samfélagsins eða á Facebook-hóp íslenska LoL-samfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert