Met slegið með yfirburðum á úrslitunum í Istanbúl

Felipe „Less“ Basso, leikmaður LOUD, kyssir bikarinn á sviðinu eftir …
Felipe „Less“ Basso, leikmaður LOUD, kyssir bikarinn á sviðinu eftir sigur á OpTic Gaming í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í Valorant, VCT Champions, í Istanbúl. Ljósmynd/Riot Games/Colin Young-Wolff

Met var slegið á úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Valorant, VCT Champions, en leikurinn fór fram í Istanbúl í gær.

Í gær mættu LOUD og OpTic Gaming til leiks í úrslitaviðureign VCT Champions.

LOUD vann sannfærandi sigur á OpTic en í stað fimm leikja voru aðeins fjórir spilaðir þar sem LOUD hafði tryggt sér sigurinn eftir fjórða leikinn. Þá var staðan 3:1, LOUD í hag.

Áhorfendur viðstaddir í fyrsta sinn

Í beinu framhaldi voru leikmenn LOUD krýndir heimsmeistarar í Valorant þetta árið.

Þar að auki voru áhorfendur viðstaddir leikinn í fyrsta sinn. Þeir fengu því að fylgjast með krýningu nýs heimsmeistara í leiknum á staðnum, ólíkt fyrra heimsmeistaramóti.

Sýnt var frá viðureigninni í beinni útsendingu á Twitch og YouTube en áhorfendur fylgdust  einnig spenntir með úr salnum.

Þrátt fyrir að salurinn hafi verið fullur af áhorfendum var slegið áhorfsmet á útsendingu úrslitaleiksins. Tæplega ein og hálf milljón áhorfenda fylgdist með beinu útsendingunni, samkvæmt Esports Charts.

Á Esports Charts má sjá að áhorfið á heimsmeistaramótinu í …
Á Esports Charts má sjá að áhorfið á heimsmeistaramótinu í Valorant á þessu ári var langt yfir áhorfi síðustu þriggja móta. Var því áhorfsmetið slegið með yfirburðum, en síðustu met voru slegin á heimsmeistaramótinu á síðasta ári og á báðum Masters Reykjavík-mótum. Skjáskot/Esports Charts

Fleiri en á Masters Reykjavik

Á heimsmeistaramótinu á síðasta ári og á Masters Reykjavík-mótunum horfði um 1,1 milljón áhorfenda á beina útsendingu eins og sést hér á myndinni hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert