Dusty keppir í opna Aurora-mótinu í kvöld

Dusty spilar þrjár viðureignir í riðlakeppni Aurora Open-móti NLC.
Dusty spilar þrjár viðureignir í riðlakeppni Aurora Open-móti NLC. Grafík/Dusty

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty keppir í opnu Aurora-móti NLC síðar í dag og stefnir að því að hreppa Aurora-bikarinn fyrir leikni sína í League of Legends.

Alls taka 32 lið þátt í mótinu en Dusty hefur verið mjög farsælt í League of Legends og m.a. náð góðum árangri í EU Masters sem og unnið síðasta tímabil NLC-deildarinnar.

Klukkan 18:00 í kvöld mun Dusty mæta rafíþróttaliðinu Verdant í fyrstu af þremur viðureignum Dusty í riðlakeppni Aurora Open.

Hægt verður að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Twitch-rásinni EldoradoEsports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert