Mæta sterkasta liði Frakka og áhorfendur fá gjafir

Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið.
Dusty unnu sumartímabilið í NLC þetta árið. Skjáskot/Twitter/NLC

Íslenska liðið Dusty mætir sterkasta liði Frakklands, LDLC, í átta liða úrslitum á EU Masters í League of Legends síðar í dag.

Þessi viðureign markar ákveðin tímamót fyrir íslensku rafíþróttasenuna þar sem ekkert íslenskt lið hefur náð slíkum árangri í League of Legends.

Það er mikið í húfi fyrir Dusty í þessarri mikilvægu viðureign þar sem sigur á LDLC tryggir þeim áframhald í keppninni. Leikmenn Dusty mega í raun ekkert gefa eftir þar sem LDLC er gríðarlega sterkt lið og er jafnframt spáð sigri á mótinu.

Gjafapokar og tilboð fyrir stuðningsmenn

Viðureignin hefst klukkan 15 í dag og mun rafíþróttahöllin Arena halda áhorfsveislu á veitingastaðnum Bytes.

Viðureignin verður sýnd á risaskjávarpa á veitingastaðnum en sérstök tilboð á pítsum verða í boði ásamt gleðistund á barnum.

Þar að auki fá fyrstu 50 áhorfendurnir veglegan gjafapoka frá Dusty og samstarfsaðilum, en verðmæti þeirra nema um 15.000 króna.

mbl.is
Loka