Tvær viðureignir á dagskrá eftir frí

Viðureignir kvöldsins.
Viðureignir kvöldsins. Grafík/RÍSÍ

Ljósleiðaradeildin hefst aftur í kvöld eftir frí. Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá en SAGA Esports mætir Ten5ion og Fylkir mætir Atlantic Esports.

Æsispennandi deild

Atlantic Esports, Dusty og Þór eru öll með 14 stig í Ljósleiðaradeildinni og einungis innbyrðis leikir sem ákvarða hvar liðin sitja í deildinni.

Toppbaráttan er og verður ótrúlega spennandi og ekkert má bregða útaf hjá þessum liðum vilji þau verða íslandsmeistarar.

Sama má segja um baráttuna um fjórða sætið en Ármann, LAVA og Breiðablik eru jöfn stigum í 4.-6.sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni.
Staðan í deildinni. Grafík/RÍSÍ

Viðureignir kvöldsins

Tíunda umferðin hefst klukkan 19.30 í kvöld og dagskráin byrjar fimmtán mínútum fyrr, eða 19.15, á Stöð 2 Esport og Twitch rás Rafíþróttasamtakanna.

SAGA gegn Ten5ion.

Fyrr á tímabilinu mættust liðin í kortinu Ancient sem lauk með 22-19 sigri SAGA í framlengdum leik.

Ten5ion eru enn að leita að sínum fyrstu stigum í deildinni og mæta eflaust hungraðir í þau í kvöld.

Fylkir gegn Atlantic

Seinni leikurinn sem er á dagskrá klukkan 20.30 en liðin mættust fyrr á tímabilinu á kortinu Nuke.

Sá leikur var gríðarlega spennandi en hann fór í langa framlengingu sem lauk með 25-21 sigri Atlantic Esports.

Atlantic Esports sitja nú í 1.sæti í deildinni og hafa verið á frábærri siglingu það sem af er tímabili en Fylkir sitja í 9.sætinu og hafa átt í erfiðleikum að sigla inn sigrum á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert