Keyra árið burt og sýna hápunktana

Þriðja tímabil íslensku F1 Esports deildarinnar hófst fyrr í vetur og nú hafa 5 keppnir verið keyrðar af 15. Þetta tímabil er fyrsta tímabil F1 Esports deildarinnar undir Rafíþróttasamtökum Íslands og hefur aldrei verið stærra. 

F1 Esports á Íslandi deildi myndbandi eftir fyrstu keppnirnar þar sem hápunktarnir eru sýndir.

Á toppnum

Staðan á toppnum er nokkuð jöfn en 5 bílaframleiðendur eru í harðri keppni um efsta sætið. 

Staðan í deildinni eftir 5 keppnir.
Staðan í deildinni eftir 5 keppnir.

Efstur í deildinni er spilarinn „fusupreme“ en hann hefur verið í harðri baráttu við Grím sem er tvöfaldur meistari í F1 Esports. Fusupreme er með 169 stig og eftir honum kemur „Z4RK3Y“ með 112 stig.

Fusupreme situr á toppi deildarinnar.
Fusupreme situr á toppi deildarinnar.

Næsta keppni verður fimmtudaginn 5. janúar þegar keppt verður á brautinni í Jeddah, hraðasta braut tímabilsins.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is