Fagna nýju ári með byssudúllum og búningum

Riot Games fagnar ári kanínunnarmeð nýrri byssudúllu í Valorant sem gæti höfðað til margra, en byssudúllan (e. gun buddy) lítur út eins og kanína.

Síðasta ári, ári tígrisdýrsins, var fagnað í Valorant með tígrisdýrabúningum og kemur þetta því ekki á óvart. Nú verða hinsvegar bæði búningar og byssudúllur aðgengilegar fyrir leikmenn og þá í anda kanínunnar. 

Búningarnir eru í bláum, gylltum og dökkum litum og verða þessar vörur aðgengilegar í verslunum Riot Games frá 26. janúar.

Í myndbandinu hér að ofan má skoða hvernig búningarnir og byssudúllan lítur út.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is