Gaf brjóst og hannaði eldhús í beinni

Móna Lind, einnig þekkt sem DiamondMynXx, með dætrum sínum í …
Móna Lind, einnig þekkt sem DiamondMynXx, með dætrum sínum í beinni útsendingu. Skjáskot/Twitch

Móna Lind, einnig þekkt sem DiamondMynXx í Queens á GameTíví, tók þátt í hönnunarkeppni rafíþróttavefs mbl.is og sýndi hún frá öllu ferlinu í beinni útsendingu ásamt nýfæddri dóttur sinni.

Í hönnunarkeppni rafíþróttavefsins eru keppendur beðnir um að hanna eldhús innan tölvuleiksins Sims 4 og ákvað Móna að tilvalið væri að kveikja á streyminu meðan hún væri að því. 

Situr með litla ungann sinn

Var þetta í fyrsta skiptið sem hún streymir frá því þegar hún spilar tölvuleikinn Sims og stefnir hún á að gera það aftur síðar. Í samtali við mbl.is segir Móna að þetta hafi bæði verið rólegt og skemmtilegt streymi en meðan útsendingu stóð mátti sjá báðar dætur hennar.

„Ég held ég komi til með að streyma meira að degi til núna með litlu konunni. Gaman að vera með svona rólegt barn sem leyfir mömmu sinni bara að spila og gefa brjóst inn á milli,“ segir Móna Lind í samtali við mbl.is.

„Ég sit bara með gjafapúðann utan um mig með litla ungann að borða.“

Spilaði Sims á æskuárunum

Vert er að nefna að tölvuleikurinn Sims er meðal allra fyrstu leikja sem hún spilaði, og hefur hún jafnframt fengið nokkur skilaboð með hugmyndum fyrir næsta Sims-streymi. Vilja áhorfendur þá m.a. fylgjast með henni hanna IKEA-verslun og fangadýflissu.

Hér fyrir neðan má horfa á streymið í heild sinni en með því að smella hér er hægt að finna hlekki að helstu samfélagsmiðlum Mónu.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is