PewDiePie tekur nýju hlutverki opnum örmum

PewDiePie á von á sínu fyrsta barni.
PewDiePie á von á sínu fyrsta barni. Ljósmynd/PewDiePie

Nýtt hlutverk bíður sænsku YouTube-stjörnunnar PewDiePie og konu hans, Marziu Bisognin, en þau eiga von á sínu fyrsta barni.

Sænska YouTube-stjarnan Felix Kjellberg, betur þekktur sem PewDiePie kom sér til frama með tölvuleikjamyndböndum á YouTube, en hann hefur verið með þeim vinsælustu á veitunni í nokkur ár. 

Sjö milljón áhorf nú þegar

Hann opinberaði nýja hlutverkið í gær með myndbandi sem fór eins og eldur í sinu um netheimana. Nú þegar hefur myndbandið fengið tæplega sjö milljón áhorf og færa netverjar þeim hamingjuóskir hvað eftir annað.

„Ég lofa að hjálpa til á þessarri vegferð og að vera besti faðir sem ég gæti mögulega orðið. Ég get ekki beðið eftir því að hitta þennan krakka,“ segir PewDiePie í myndbandinu.

Myndbandið er sett saman af stiklum og myndum sem sýna frá ferðalaginu fram að þessu en hér fyrir neðan er hægt að horfa á það.

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is