Þrír þjálfarar fá leyfi til þess að þjálfa aftur

Guerri er þjálfari liðsins Furia.
Guerri er þjálfari liðsins Furia. Ljósmynd/ESL

Fyrrum þjálfarar liðanna Luminosity og Nexus fengu á dögunum leyfi til þess að taka þátt í Counter-Strike senunni að nýju. Þeir voru fundnir, ásamt fjölmörgum öðrum, sekir um að svindla í leiknum og voru því bannaðir frá því að þjálfa lið á stórmótum.

Svindlið gekk út á að þjálfarar gátu fengið aðgang að sjónarhornum sem gáfu liðum forskot, sjónarhornið var oft af mismunandi stöðum kortanna og því var hægt að sjá hvað andstæðingurinn var að plana.

Undanfarnar vikur hafa bönnin verið afturkölluð og þjálfarar komið aftur til leiks. Ástæðan fyrir þessu er óljós en nokkur gagnrýni hefur verið á stjórn mótshaldara að leyfa þeim að byrja að þjálfa aftur.

Líklega munu aðdáendur leiksins koma til með að sjá þjálfarana á næsta stórmóti en þeir eru strax byrjaðir að finna sér lið og þjálfa. Guerri er einn þeirra sem var bannaður fyrir svindl. Hann er þjálfari liðsins Furia sem á mikla möguleika að komast til Frakklands í apríl. 

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is