Sveðjan ekki talin jafn öflug og hamarinn

Leikmaður í Fortnite heldur kjúkling yfir höfði sínu.
Leikmaður í Fortnite heldur kjúkling yfir höfði sínu. Grafík/Epic Games/Fortnite

Nýtt tímabil tók við í Fortnite um helgina og með því ný vopn til þess að nota. Eitt af þessum vopnum er sveðja sem heitir „Kinetic Blade“.

Sveðjuna er hægt að nota til þess að berjast við andstæðinga og er öflug í návígi við andstæðingana. Því þarf að velja vel hvenær sveðjan er notuð og mögulega er hentugra að nota önnur vopn í sumum aðstæðum. 

Hvernig fær spilari sveðjuna?

Sveðjuna er hægt að finna á jörðinni og í kistum en einnig eru standar sem bera sveðjuna á víð og dreif um kortið. Því þarf nokkra heppni ætli spilari sér að nota sveðjuna í leiknum.

Sveðjuna er hægt að finna á stöndum.
Sveðjuna er hægt að finna á stöndum. Skjáskot/Fortnite

Eiginleikar sveðjunnar eru nokkrir en hægt er að gera umtalsverðan skaða við andstæðing með því að skera með sveðjunni en einnig er hægt að skjóta þeim burt með öflugu höggi. Það gæti verið hentugt ef bardaginn fer fram á fjallstindi eða hátt uppi.

Svo er hægt að fleyta sér áfram með því að berja í jörðina með sveðjunni og getur spilari því ferðast hraðar um kortið en á hlaupum.

Hamarinn frægi sem var notaður á fyrra tímabili í Fortnite var góð leið til þess að ferðast hratt um kortið en sveðjan er ekki eins öflug og hamarinn var, enda var hann umdeildur og spilarar sögðu hann of kraftmikinn. 

mbl.is