Breytingar gerðar á goðsagnakennda strætisvagninum

Strætisvagninn sem ber spilara yfir á bardagaeyjuna.
Strætisvagninn sem ber spilara yfir á bardagaeyjuna. Skjáskot/Fortnite

Strætisvagninn frægi í tölvuleiknum Fortnite hefur gengið í gegnum þó nokkrar breytingar síðastliðin ár en alltaf líkist hann upprunalegu hönnuninni. Núna hefur hönnuninni verið breytt til þess að fagna keppnistímabili Fortnite. Undanfarna mánuði hafa spilarar keppt af hörku í leiknum og er þetta stærsta Fortnite keppni ársins.

Bestu spilarar heims takast á og eru 10 milljónir dollara, tæpur 1,4 milljarðar íslenskra króna, í verðlaunafé á mótinu. Verðlaunaféð skiptist milli keppenda eftir því í hvaða sæti þeir lenda. 

Keppnin er að nálgast síðustu metrana og úrslitin nálgast. Þeir spilarar sem horfa á úrslitaleikinn og hafa tengt Fortnite-aðgang sinn við streymisveituna Twitch geta átt von á því að vinna lítil og skemmtileg verðlaun sem hægt er að nota í leiknum.

Svo virðist sem Fortnite reyni að auka vinsældir og áhorf mótsins með því að breyta strætisvagninum sem ber alla spilara á eyjuna þar sem baráttan fer fram.

Litabreytingar hafa verið gerðar bæði á bílnum sjálfum sem og blöðrunni sem heldur honum uppi, svona verður útlit vagnsins þar til úrslit mótsins klárast en úrslitin fara fram 14. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert