Ósnertanlegur

Lewis Hamilton og Sebastian Vettel munu eigast við í fremstu ...
Lewis Hamilton og Sebastian Vettel munu eigast við í fremstu rásröð í Austin á morgun. AFP

Lewis Hamilton var rétt í þessu að vinna ráspól bandaríska kappakstursins í Austin í Texas. Hefur hann verið ósnertanlegur alla helgina og ekið hraðast á þremur æfingum og nú tímatökunni.

Sebastian Vettel á Ferrari lyfti sér úr fjórða sæti í það annað í allra síðustu tímatilraun sinni. Á sama tíma féll Kimi Räikkönen á Ferrari úr þriðja sæti í það fimmta.

Valtteri Bottas á Mercedes hefur keppni á þriðja rásstað, Daniel Ricciardo á Red Bull á fjórða og Räikkönen á fimmta. Max Verstappen á Red Bull endaði í sjötta sæti en hann færist á 18. rásstað á morgun af völdum 15 sæta afturfærslu vegna mótorskipta. 

Esteban Ocon á Force India, Carlos Sainz á Renault, Fernando Alonso á McLaren og Sergio Pererz á Force India urðu í sjöunda til tíunda sæti. 

mbl.is