Bombuhringur hjá Hamilton

Lewis Hamilton á Mercedes náði þrusugóðum hring í lokatilraun tímatökunnar í Melbourne. Skildi hann keppinauta sína eftir í kjölsoginu var 0,7 sekúndum fljótari en Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel á Ferrari.

Hamilton vann með þessu ráspól ástralska kappakstursins fimmta árið í röð. Alls hefur hann unnið ráspól sjö sinnum í Melbourne 12 tilraunum. Líkast verður lokahringur hans í Melbourne talin fullkomnun. 

Að öðru sýndi tímatakan að munur er almennt minni á bílunum í ár en í fyrra, ef unan er skilinn bombuhringur Hamiltons í lokin. Fram að honum hafði Ferrari ráðið ferðinni í tveimur fyrstu lotum tímatökunnar.

Aðeins munaði 10 þúsundustu úr sekúndu á ökumönnum Ferrari. Í fjórða og fimmta sæti urðu Max Verstappen og Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Var Verstappen 41 þúsundasta úr sekúndu á eftir  Vettel og 0,2 sekúnudum á undan félaga sínum. Vegna akstursvítis færist Ricciardo niður í áttunda sæti.  

Ökumenn Haas komu vel frá tímatökunni og vegna refsingar Ricciardo hefja þeir keppni af fimmta og sjötta rásstað; Kevin Magnussen á undan Romain Grosjean.

Nico Hülkenberg og Carlos Sainz höfnuðu í áttunda og níunda sæti og tíunda sætið á rásmarkinu hlaut Valtteri Bottas á Mercedes. Hann setti ekki tíma þar sem hann missti vald á bílnum í gegnum fyrstu tvær beygjur hringins og skall harkalega ávegg.

Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne hjá McLaren voru i ellefta og tólfta sæti og sagði Alonso á innleið að lokinni í síðustu atlögu sinni að bíllinn væri góður og allt í lagi væri með stöðuna. Ólíkt þeim sem á undan eru getur hann valið sér hvaða dekk hann setur undir bíl sinn á morgun.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla