Auðvelt hjá Hamilton

Lewis Hamilton á leið til sigurs í Barcelona í dag.
Lewis Hamilton á leið til sigurs í Barcelona í dag. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna öruggan og auðveldan stórsigur í Spánarkappakstrinum í Barcelona. Mercedesliðið fagnaði tvöföldum sigri því annar varð Valtteri Bottas. Er það fyrsta tvenna ársins hjá nokkru liði. Í fyrsta sinn á árinu átti Ferrari ekki mann á verðlaunapalli.

Í þriðja sæti varð Max Verstappen á Red Bull en hann ók þó um þriðjung kappakstursins með aðeins hluta af framvængnum. Brotnaði af  honum í klaufalegu samstuði við Lance Stroll á Williams. Þetta er í fyrsta sinn sem Verstappen kemst á pall á árinu.

Ferrari fór snautt frá keppni því Kimi Räikkönen varð að hætta vegna vélarbilunar og Sebastian Vettel skipti á röngum tíma um dekk því það kostaði hann tvö ösæti en hann var annar er hann skipti um - meðan á gervigreindaröryggisbíll var í brautinni - en fjórði eftir að hann kom út frá bílskúrasvæðinu.

Í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo á Red Bull, Kevin Magnussen á Haas, Carlos Sainz á Renault, Fernando Alonso á McLaren, Sergio Peres á Force India og Charles Leclerc á Sauber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert