Bottas fljótastur á lokaæfingunni

Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Silverstone.
Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Silverstone. AFP

Valtteri Bottas ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Silverstone rétt í þessu.

Mercedes fagnaði tvöfalt því Lewis Hamilton átti næst besta hring æfingarinnar. Var hann 0,0138 sekúndum á eftir Bottas.

Eins og svo oft áður sigldi Max Verstappen hjá Red Bull næstur Mercedesmönnum og hreppti þriðja sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar.

mbl.is