Hamilton fremstur í bálkappakstrinum

Lance Stroll á hvolfi í upphafi keppni.
Lance Stroll á hvolfi í upphafi keppni. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes fór með sigur í kappakstrinum í Barein í dag en hans verður minnst vegna hrikalegs slyss franska ökumannsins Romain Grosjean hjá Haas.

Eftir samstuð á  fyrsta hring flaug bíll Grosjean út úr brautinni og stakkst hálfur gegnum óburðugt grindverk. Brotnaði bíllinn í tvennt og gríðarlegur eldblossi kviknaði samstundis. Útlitið virtist og tíminn leið hægt uns Grosjean birtist í bálinu og gat forðað sér burt. Hann mun hafa meiðst í klessunni og átökunum við að komast út úr brakinu.

Þegar loks var hægt að hefja keppni langleiðina í tveimur stundum seinna var keppni aðeins rétt byrjuð er Racing Point bíll Lance Stroll flaug í loft upp við samstuð í beygju og kom niður á jörðina á hvolvi. Stroll skreið ómeiddur út úr bílnum.

Íöðru sæti í mark varð Max Verstappen hjá Red Bull og  liðsfélagi hans Alex Albon varð þriðji.

Röð keppenda í fjórða til tíunda sæti varð sem hér segir: Lando Norris og Carlos Sainz hjá McLaren, Pierre Gasly hjá Alphatauri, Daniel Ricciardo á Renault, Valtteri Bottas á Mercedes, Esteban Ocon á Renault og Charles Leclerc á Ferrari.

Lewis Hamilton sigrar í Barein við fögnuðu liðsmanna sinna.
Lewis Hamilton sigrar í Barein við fögnuðu liðsmanna sinna. AFP
Lance Stroll að klára veltuna í Barein í dag.
Lance Stroll að klára veltuna í Barein í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert