Messi hitti afganska strákinn (myndskeið)

Murtaza Ahma­di.
Murtaza Ahma­di. AFP

Murtaza Ahma­di, afganski strákurinn sem komst í heimsfréttirnar í byrjun árs þegar hann klæddist heimagerðri treyju með númeri Lionel Messi, hitti hetju sína í Doha í Katar í dag en Börsungar mæta AL Ahli í vináttuleik í dag.

Ahma­di, sem er sex ára gamall, dreymdi um að hitta Messi og honum hefur nú orðið að ósk sinni en eins og frægt er klæddist strákurinn rönd­ótt­um plast­poka sem búið var að skrifa Messi og núm­erið 10 aft­an á. Fjöl­skylda hans hafði ekki efni á kaupa handa hon­um treyju. Mynd­in náði til Messi, sem vildi auðvitað leggja sitt af mörk­um og gefa Murtaza treyju og Messi lét hafa eftir sér skömmu síðar að hann vildi hitta Ahmadi í eigin persónu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert