Afnema marklínutækni eftir röð mistaka

PSG fagnar marki Adrien Rabiot sem marklínutæknin taldi ranglega ekki …
PSG fagnar marki Adrien Rabiot sem marklínutæknin taldi ranglega ekki vera mark. AFP

Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hætta notkun marklínutækni eftir að mistök áttu sér stað í leikjum í frönsku bikarkeppninni í vikunni.

París SG vann Amiens í bikarnum 2:0 í gærkvöldi, en Adrien Rabiot skoraði annað mark liðsins. Marklínutæknin gaf hins vegar ekki til kynna að mark hefði verið skorað, heldur staðfestu myndbandsupptökur að um mark hefði verið að ræða.

Í öðru tilviki gaf marklínutæknin ranglega til kynna mark í viðureign Angers og Montpellier, sem endaði með því að dómari leiksins ákvað að treysta ekki tækninni það sem eftir lifði leiks.

Frakkar hafa notast við marklínutækni frá árinu 2015 og ræða nú næstu skref í notkun tækninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert