Ribéry framlengdi við Bæjara

Franck Ribéry.
Franck Ribéry. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Franck Ribéry er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við þýska meistaraliðið Bayern München.

Frá þessu greinir þýska knattspyrnutímaritið Kicker en samningur Frakkans gildir út næstu leiktíð. Lið frá Kína, Katar og Tyrklandi hafa sóst eftir kröftum Ribéry en nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum meistaranna.

Ribéry, sem er 35 ára gamall, kom til Bayern München frá Marseille árið 2007 og frá þeim tíma hefur hann spilað 390 leiki með liði Bayern, skorað 117 mörk og hefur gefið 176 stoðsendingar. Hann hefur unnið þýska meistaratitilinn átta sinnum með liðinu, þýska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu einu sinni og varð heimsmeistari félagsliða með liðinu árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert