Jafnt í Íslendingaslag í Evrópudeildinni

Leikmenn Maccabi Tel Aviv fagna í kvöld.
Leikmenn Maccabi Tel Aviv fagna í kvöld. Ljósmynd/Heimasíða Maccabi Tel Aviv

Ferencváros frá Ungverjalandi og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael skildu í dag jöfn, 1:1, í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Leikurinn fór fram á Groupama-vellinum í Búdapest. 

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Ferencváros og lék fyrstu 80 mínúturnar og Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 79. mínúturnar fyrir Maccabi Tel Aviv. Kjartan fékk gult spjald á 67. mínútu en hvorugum þeirra tókst að skora. 

Síðari leikurinn fer fram í Ísrael eftir viku. 

mbl.is