Viðar Örn hafði betur í Íslendingaslag

Leikmenn Maccabi Tel Aviv fagna í fyrri leiknum.
Leikmenn Maccabi Tel Aviv fagna í fyrri leiknum. Ljósmynd/Heimasíða Maccabi Tel Aviv

Maccabi Tel Aviv frá Ísrael hafði betur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, 1:0.

Fyrri leikurinn fór fram í Ungverjalandi og lauk með 1:1-jafntefli. Í kvöld var það Eliran Atar sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks fyrir Maccabi Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði liðsins og lék í rúman klukkutíma.

Kjartan Henry Finnbogason lék allan tímann í framlínu Ferencváros en tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn og eru Ungverjarnir því úr leik í keppninni.

Haukur Heiðar Hauksson og félagar í AIK frá Stokkhólmi komust áfram eftir framlengingu gegn Shamrock Rovers frá Írlandi á heimavelli. Eftir 1:0 útisigur á Írlandi var AIK 0:1 undir heima eftir venjulegan leiktíma en jafnaði í byrjun framlengingar. Haukur kom inná sem varamaður í framlengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert