Frábær byrjun hjá Maradona

Maradona fagnar með sínum mönnum eftir sigurinn.
Maradona fagnar með sínum mönnum eftir sigurinn. AFP

Argentínska goðsögnin Diego Maradona fékk draumabyrjun sem þjálfari mexíkóska B-deildarliðsins Dorados en Maradona tók við þjálfun liðsins á dögunum.

Dorados lék í gærkvöld sinn fyrsta leik undir stjórn Maradona og liðið vann öruggan 4:1 sigur á móti Cafetaleros þar sem Ekvadorinn Vinicio Angulo, í treyju númer 10 eins og Maradona, skoraði þrennu.

„Við spiluðum frábæran leik. Sumt fólk segir að Maradona sé gagnslaus og það var fullt af heimsku fólki sem kom í sjónvarpið til að fylla upp í tímann. Ég vona að þetta fólk komi á völlinn og sjá mín afrek og sjái hvað við erum í rauninni að gera og sjái að ég veit hvernig á að gera þetta,“ sagði Maradona á fréttamannafundi eftir leikinn.

Með sigrinum fór Dorados upp úr 13. sætinu í það 10 en rúmlega 10 þúsund áhorfendur mættu á leikinn en að jafnaði hafa mætt um 4 þúsund manns á heimaleiki liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert