Bendtner fer í steininn

Nicklas Bendtner býr sig undir að taka vítaspyrnu gegn Val.
Nicklas Bendtner býr sig undir að taka vítaspyrnu gegn Val. Ljósmynd/Ole Martin

Danski knatt­spyrnumaður­inn Nicklas Bend­tner hefur ákveðið að hætta við að áfrýja dómi saksóknara í Danmörku sem dæmdi hann í 50 daga fangelsi fyrir lík­ams­árás.

Danska blaði BT greinir frá þessu en Bend­tner réðst á leigu­bíl­stjóra í Kaup­manna­höfn í sept­em­ber með þeim af­leiðing­um að hann kjálka­brotnaði.

Bendnter, sem leikur með norska meistaraliðinu Rosenborg og er þar samherji Matthíasar Vilhjálmssonar, þarf því að dúsa í steininum í 50 daga. Hann gæti þó mögulega fengið að afplána dóminn með ökklabandi en þyrfti að hafa búsetu í Danmörku á meðan það stæði yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert