Anna sú fyrsta í Hollandi

Anna Björk skrifar undir samninginn við PSV.
Anna Björk skrifar undir samninginn við PSV. Ljósmynd/PSV

Anna Björk Kristjánsdóttir varð í gær fyrst íslenskra knattspyrnukvenna til að semja við atvinnulið í Hollandi. PSV frá Eindhoven er fyrir löngu orðið þekkt karlalið í Evrópu en tefldi ekki fram kvennaliði fyrr en fyrir sex árum. Síðan þá hefur framgangurinn verið hraður og þegar Anna Björk skrifaði undir hjá PSV í gær var liðið í efsta sæti í deildinni.

„Í fyrra hafnaði liðið í 5. sæti. Sú sem tók við sem formaður hreinsaði til og tókst að breyta dýnamíkinni í hópnum. Hún vildi búa til betri stemningu í liðinu og náði í sterka persónuleika. Mér finnst þetta vera skemmtileg hugsun hjá henni og liðinu hefur gengið vel. Liðið hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum að undanförnu og það hjálpaði mér að einhverju leyti að taka ákvörðun,“ sagði Anna þegar Morgunblaðið náði sambandi við hana í gær.

Nokkuð er síðan Anna gerði upp hug sinn en hún gaf Hollendingunum munnlegt samþykki í desember. Anna komst í gegnum jólaboðin án þess að tala af sér en Hollendingarnir vildu ekki tilkynna félagaskiptin fyrr en í gær.

„Ég ræddi fyrst við þau um miðjan nóvember og við náðum samkomulagi um miðjan desember. Ég heyrði einnig frá nokkrum liðum úr efstu deildinni í Svíþjóð. Sum þeirra voru áhugaverð en ég hef verið í Svíþjóð í þrjú ár. Á þessum tímapunkti fannst mér mest spennandi að prófa eitthvað nýtt þótt sænska deildin sé skemmtileg. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera áfram í Svíþjóð ef það hefði orðið niðurstaðan en mér finnst þetta fínn tími til að prófa eitthvað nýtt.“

Nánar er rætt við Önnu Björk í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert