Stærsti ósigur PSG í tíu ár

Leikmenn Lille fagna sigrinum gegn Paris SG í gærkvöld.
Leikmenn Lille fagna sigrinum gegn Paris SG í gærkvöld. AFP

Paris SG missti af tækifæri í gærkvöld til að vinna sinn sjötta meistaratitil á síðustu árum þegar liðið steinlá fyrir Lille 5:1 í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Þetta var stærsti ósigur Paris SG í deildinni í tíu ár en meistararnir léku manni færri í næstum klukkutíma eftir að Juan Bernat var vikið af velli en hann skoraði eina mark Parísarliðsins þegar hann jafnaði metin.

Þrátt fyrir tapið er Paris SG með níu fingur á bikarnum en liðið er með 17 stiga forskot á Lille í toppsæti deildarinnar og á auk þess leik til góða.

mbl.is