Versti árangur Real Madrid í 17 ár

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid. AFP

Stuðningsmenn Real Madrid púuðu á leikmenn liðsins eftir tap á heimavelli gegn Real Betis 2:0 í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Real Madrid endaði í þriðja sæti deildarinnar með 68 stig sem er lægsta stigatala liðsins í 17 ár og liðið tapaði tólf leikjum í deildinni á tímabilinu en svo mörgum leikjum hefur það ekki tapað á einni leiktíð síðan árið 1974.

Walesverjinn Gareth Bale þurfti að sætta sig við að dúsa á bekknum allan tímann en hann er að öllum líkindum á förum frá félaginu í sumar.

Það verður hraustlega tekið til hjá Madridarliðinu í sumar undir stjórn Zinedine Zidane sem sneri aftur í þjálfarastarfið hjá félaginu í mars eftir að Santiago Solari var rekinn. Zidane tókst ekki að blása nýju lífi í leik liðsins en undir hans stjórn vann liðið aðeins fimm af 11 leikjum undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert