Ögmundur á óskalista Gerrards

Ögmundur Kristinsson
Ögmundur Kristinsson AFP

Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkmaður í fótbolta, er í dag orðaður við skoska félagið Rangers í grískum fjölmiðlum. Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, er knattspyrnustjóri liðsins. Íslendingavaktin greindi frá. 

Ögmundur lék mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Larissa í Grikklandi og var á meðal bestu markmanna grísku deildarinnar á síðustu leiktíð. Rangers er gamall risi í skoska boltanum og hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar á tímabilinu. 

Markmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Larissa, en hann hélt tólf sinnum hreinu á tímabilinu og lék hverja einustu mínútu í öllum keppnum með Larissa, sem hafnaði í tíunda sæti grísku deildarinnar. Í lok leiktíðar var Ögmundur kosinn besti leikmaður liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert