Ætla að selja Dybala í janúar

Paulo Dybala.
Paulo Dybala. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus ætlar að selja sóknarmanninn Paulo Dybala í janúar en stjórinn, Maurizio Sarri, telur Argentínumanninn ekki getað spilað með Cristiano Ronaldo í framlínu liðsins.

Dybala var nálægt því að yfirgefa ítölsku meistarana í sumar en bæði Manchester United og Tottenham höfðu áhuga á sóknarmanninum sem er 25 ára gamall. Ekkert varð þó úr félagsskiptunum, launakröfur Dybala þóttu of háar og þá reyndist umboðsmaður hans erfiður í samningaviðræðum.

Það er því óvíst hvort ensku félögin munu hafa áhuga á að reyna aftur við leikmanninn í janúar en samkvæmt heimildum Corriere Sport á Ítalíu eru forráðamenn Juventus allavega staðráðnir í að losna við Dybala eftir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert