Arnór og félagar misstu af góðu tækifæri

Arnór Ingvi Trauastason sækir að leikmanni Lugano.
Arnór Ingvi Trauastason sækir að leikmanni Lugano. AFP

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans í sænska liðinu Malmö misstu af góðu tækifæri til að fara upp í toppsæti B-riðils í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Malmö tókst ekki að skora á útivelli gegn Lugano frá Sviss og skildu liðin jöfn, 0:0.

Arnór lék allan leikinn með Malmö. FC Kaupmannahöfn og Dynamo Kíev skildu einnig jöfn, 1:1, og hefur því lítið breyst í riðlinum. FCK og Dynamo eru í efstu sætunum með sex stig og Malmö í þriðja sæti með fimm stig. 

Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á varamannabekknum hjá Krasnodar sem jafnaði Getafe á stigum í öðru sæti C-riðils með 3:1-sigri á Trabzonspor á heimavelli. Basel er í toppsætinu með tíu stig eftir 2:1-heimasigur á Getafe. 

Þá er Sevilla komið í 32-liða úrslit eftir 5:2-útisigur á Dudelange. Munir El Haddadi skoraði þrennu og Munas Dabbur skoraði eitt mark. Celtic vann 2:1-útisigur á Lazio, þar sem Olivier Ntcham skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 

Úrslitin úr leikjunum sem flautaðir voru á klukkan 17:55: 

APOEL - Qarabag 2:1
Cluj - Rennes 1:0
Dudelange - Sevilla 2:5
Basel - Getafe 2:1
Krasnodar - Trabzonspor 3:1
FC Kaupmannahöfn - Dynamo Kíev 1:1
Lugano - Malmö 0:0
LASK - PSV Eindhoven 4:1
Lazio - Celtic 1:2
Rosenborg - Sporting 0:2
Standard Liége - Frankfurt 2:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert