Fimm þjóðir geta tryggt sér sæti á EM í kvöld

Tyrkir á æfingu í gærkvöld en þeim dugar jafntefli gegn ...
Tyrkir á æfingu í gærkvöld en þeim dugar jafntefli gegn Íslendingum til að tryggja sér sæti á EM. Ljósmynd/tyrkneska knattspyrnusambandið

Fimm þjóðir geta í kvöld tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu en sjö leikir fara fram í undankeppninni í kvöld.

Sex þjóðir hafa tryggt sér sæti á EM en það eru Belgar, Ítalir, Pólverjar, Spánverjar og Úkraínumenn. Í kvöld kvöld kvöld verður spilað í A-, B- og H-riðli undankeppninnar.

Í A-riðlinum geta Englendingar og Tékkar komist áfram. Englendingum dugar jafntefli gegn Svartfjallalandi til að komast áfram eða að Kósóvó tapi fyrir Tékkum. Tékkarnir tryggja sér sæti í úrslitakeppninni ef þeir vinna sigur á Kósóvum.

Í B-riðlinum fer Portúgal áfram með sigri á móti Litháen og Serbía vinni ekki Lúxemborg.

Í H-riðli okkar Íslendinga tryggja Tyrkir sér sæti á EM með jafntefli á móti Íslendingum og Frakkar komast sömuleiðis áfram með sigri gegn Moldóvum og ef Íslendingum tekst ekki að vinna Tyrki.

Leikir kvöldsins:

A-riðill:
19.45 Tékkland - Kósóvó
19.45 England - Svartfjallaland

Staðan: England 15, Tékkland 12, Kósóvó 11, Svartfjallaland 3, Búlgaría 3.

B-riðill:
19.45 Portúgal - Litháen
19.45 Serbía - Lúxemborg

Staðan: Úkraína 19, Portúal 11, Serbía 10, Lúxemborg 4, Litháen 1.

H-riðill:
17.00 Tyrkland - Ísland
19.45 Albanía - Andorra
19.45 Frakkland - Andorra

Staðan: Tyrkland 19, Frakkland 19, Ísland 15, Albanía 12, Andorra 3, Moldóva 3.

mbl.is