Man. City sneri taflinu við í Madríd

Luka Modric og Ilkay Gundogan eigast við í kvöld.
Luka Modric og Ilkay Gundogan eigast við í kvöld. AFP

Manchester City vann sterkan 2:1-útisigur á Real Madríd í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Real komst yfir eftir klukkutíma, en City gafst ekki upp og sneri taflinu sér í vil. 

Real var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en illa gekk hjá báðum liðum að skapa afgerandi marktækifæri og var staðan í leikhléi því markalaus. 

Það breyttist á 60. mínútu er Isco kláraði af stuttu færi eftir fallegan undirbúning hjá Vinícious. City brást vel við markinu og sneri vörn í sókn. 

Á 78. mínútu kom jöfnunarmarkið. Gabriel Jesus skallaði þá í netið úr markteignum eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Belginn var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar Raheem Sterling náði í víti. De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. 

Vont varð verra fyrir Real því Sergio Ramos fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Jesus sem var að sleppa í gegn. Hann verður því ekki með Real í síðari leiknum sem fram fer í Manchester 17. mars. 

Í Lyon höfðu heimamenn betur gegn Juventus, 1:0. Lucas Tousart skoraði sigurmark Lyon á 31. mínútu. Juventus var miklu betri aðilinn allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að jafna. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Real Madrid 1:2 Man. City opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is