Valsmenn fá Aron að láni

Aron Bjarnason leikur með Val í sumar.
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar. Ljósmynd/Újpest

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá lánssamningi við Aron Bjarnason frá ungverska félaginu Újpest. Gildir samningurinn út komandi leiktíð

Aron lék 16 deildarleiki með Újpest á leiktíðinni, áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirunnar. Þar á undan lék hann 113 leiki í efstu deild hér heima með Fram, ÍBV og Breiðabliki. 

Aron, sem er fæddur 1995, hefur alls skorað 26 mörk í 149 keppnisleikjum í meistaraflokki á Íslandi. Þá skoraði hann eitt mark í 10 leikjum með U19 og U18 ára landsliðum Íslands á sínum tíma. 

mbl.is