Reyndu allt til að kaupa Messi

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Forráðamenn ítalska stórliðsins Inter Mílanó lögðu allt í sölurnar til að kaupa stórstjörnuna Lionel Messi frá Barcelona og buðu honum gull og græna skóga en Argentínumaðurinn kaus að halda kyrru fyrir á Spáni.

Fyrrverandi stjórnarmaður Inter segir frá þessu í viðtali við Libero en að hans sögn var gjörsamlega allt reynt til að kaupa Messi árið 2008. Sóknarmaðurinn er í dag orðinn 32 ára gamall og talinn einn besti leikmaður heims en hann hefur unnið Ballon d'Or-verðlaunin sex sinnum. Árið 2008 var hann hins vegar aðeins 21 árs og ekki alveg búinn að ná sömu hæðum og í dag.

„Við reyndum allt en Lionel vildi ekki yfirgefa Barcelona,“ sagði Marco Branca í viðtalinu við Libero. „Peningar eru einfaldlega ekki allt og hann var hliðhollur sínu félagi. Messi er draumur allra en hann mun ekki yfirgefa Barcelona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert