Lagði upp sigurmark í blálokin

Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp sigurmarkið.
Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp sigurmarkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spezia hafði betur gegn Salernitana á útivelli í lokaumferð ítölsku B-deildarinnar í fótbolta í kvöld, 2:1. Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leikinn með Spezia og lagði upp sigurmark í blálokin. 

Cedric Gondo kom Salernitana yfir á 30. mínútu en Luca Mora jafnaði í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Fabio Maistro fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Salernitana á 62. mínútu og Spezia nýtti sér liðsmuninn. 

Frakkinn M'Bala Nzola skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir undirbúning frá Sveini og Spezia fagnaði sigri. Spezia hafnaði í 3. sæti deildarinnar með 61 stig og er á leiðinni í sex liða umspil um sæti í A-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert