Frá Manchester United til Frakklands

Angel Gomes (t.v.) í leik með Manchester United.
Angel Gomes (t.v.) í leik með Manchester United. AFP

Ungi sókn­ar­maður­inn Ang­el Gomes hefur samið við franska knattspyrnufélagið Lille en hann yfirgaf Manchester United á frjálsri sölu í síðasta mánuði.

Gomes er 19 ára og spilaði alls tíu leiki fyrir aðallið United en hann var hjá félaginu frá sjö ára aldri. Hann vildi hins vegar ekki framlengja samning sinn í Manchester og hefur nú fundið sér nýtt félag. Hann stoppar þó stutt við í Frakklandi en hann mun fara að láni til Boavista í Portúgal og spila þar næsta vetur.

mbl.is