Leikmaður Barcelona með kórónuveiruna

Barcelona sló út Napoli í 16-liða úrslitunum um helgina.
Barcelona sló út Napoli í 16-liða úrslitunum um helgina. AFP

Leikmaður spænska knattspyrnurisans Barcelona hefur smitast af kórónuveirunni samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Liðið á að spila í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn.

Í tilkynningunni frá Barcelona segir að leikmaðurinn hafi ekki komist í neina snertingu við aðra innan félagsins eftir að hann smitaðist. Leikmaðurinn er nú kominn í sóttkví og ferðast ekki með liðinu til Portúgal þar sem Meistaradeildin verður kláruð.

Barcelona mætir þýsku meisturunum í Bayern München í fjórðungsúrslitunum á fimmtudaginn og hefur smitið engin áhrif á þann leik sem mun fara fram samkvæmt áætlun í Lissabon, höfuðborg Portúgal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert