Skelfileg innkoma landsliðsmanns

Birkir Bjarnason var búinn að vera inn á í fjórar …
Birkir Bjarnason var búinn að vera inn á í fjórar mínútur þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Brescia í ítölsku B-deildinni, átti vægast sagt slæma innkomu gegn Frosinone í ítölsku B-deildinni í dag.

Miðjumaðurinn byrjaði á varamannabekk Brescia en kom inn á sem varamaður á 63. mínútu fyrir Florian Aye. 

Birkir var búinn að vera inni á vellinum í mínútu þegar hann fékk sitt fyrsta gula spjald og hann fékk sitt annað gula og þar með rautt, þremur mínútum síðar.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Brescia á tímabilinu og var leikurinn í dag hans annar leikur með liðinu. Í báðum leikjum hefur hann komið inn á sem varamaður.

Birkir er 32 ára gamall en hann á að baki 92 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 13 mörk.

mbl.is