Vilja vera áfram versta lið sögunnar

Liði Schalke hefur gengið hreint hörmulega og ekki unnið leik …
Liði Schalke hefur gengið hreint hörmulega og ekki unnið leik í tæpt ár. Þeir gætu jafnað eitt af metum Tasmania Berlín í dag. AFP

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Tasmania Berlín eru farnir að mæta fyrir utan leikvang Schalke í borginni Gelsenkirchen til að reyna að hvetja leikmenn liðsins til dáða.

Hvers vegna? Jú, þeir hjá Tasmania, sem leikur í fimmtu efstu deild Þýskalands, vilja alls ekki missa af titlinum „versta lið sögunnar“ í þýsku Bundesligunni. Nú er nefnilega mikil hætta á að Schalke taki þann titil af þessu lágstemmda en samt ágætlega þekkta knattspyrnufélagi frá Berlín.

Árið 1965 fékk Tasmania sæti í Bundesligunni, vesturþýsku 1. deildinni, tveimur vikum áður en keppni hófst. Nágrannarnir í Herthu Berlín höfðu verið dæmdir niður um deild, sæti var laust og vegna stöðu Vestur-Berlínar inni í miðju Austur-Þýskalandi vildi vesturþýska knattspyrnusambandið að áfram væri spilaður fótbolti í efstu deild í borginni. Eftir að tvö félög í Berlín höfðu hafnað boði um að láta kasta sér fyrir úlfana í efstu deild stukku forráðamenn áhugamannafélagsins Tasmania á tækifærið.

Mörg met sem enn standa 

Félagið lék þar með í deildinni keppnistímabilið 1965-66, spilaði 34 leiki gegn bestu liðum landsins og setti mörg met sem standa enn þann dag í dag. Tasmania vann bara tvo leiki (sem ætti þó að teljast nokkuð gott miðað við aðstæður), fékk bara átta stig (10 ef reiknuð væru þrjú stig fyrir sigur eins og síðar var gert), skoraði bara 15 mörk, fékk á sig 108, var með markamismuninn 93 mörk í mínus, og náði ekki sigri í 31 leik í röð.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar kemur fram ástæða þess að Tasmaníumenn vilja ekki missa metin sín

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert