Segir París St. Germain sýna Barcelona vanvirðingu

Joan Laporta.
Joan Laporta. AFP

Joan Laporta, sem gefur kost á sér sem næsti forseti FC Barcelona, segir París St. Germain sýna Barcelona vanvirðingu með því að lýsa yfir áhuga á Lionel Messi opinberlega. 

„Nú er flóknara en áður fyrir Barcelona að gera Messi gott tilboð. Hann má ræða við önnur félög og á sama tíma er FC Barcelona án forseta,“ sagði Laporta á samfélagsmiðlum en hann er í framboði til forsetaembættisins sem hann gegndi áður. Var til að mynda forseti þegar Eiður Smári Guðjohnsen lék með Barcelona. 

„Í því felst vanvirðing af hálfu PSG gagnvart Barcelona að tala um að félagið vilji næla í Messi. Auk þess er þetta félag sem hefur áður brotið reglurnar,“ sagði Laporta og benti á að hjá Barcelona væri enginn forseti til staðar til að bregðast við þessu. 

mbl.is