Erfið staða hjá AGF í bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Staða Íslendingaliðanna Midtjylland og AGF er ólíkt þegar undanúrslitin í dönsku bikarkeppninni í knattspyrnu er hálfnuð. 

Leikið er heima og að heiman í undanúrslitum og fóru fyrri leikirnir fram í dag. Midtjylland vann SönderjyskE 1:0 en Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland. Alexander Scholz fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar var á sínum stað í miðverðinum en fór af velli eftir 65 mínútur. 

Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF sem tók á móti Randers og lék allan leikinn. Staðan var 0:0 fram eftir leik en Randers hafði betur 2:0 og AGF því í erfiðri stöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert