Ósáttir við að mótið fari fram á heimavelli

Neymar er skærasta stjarnan í brasilíska landsliðinu.
Neymar er skærasta stjarnan í brasilíska landsliðinu. AFP

Leikmenn brasilíska landsliðsins í fótbolta eru ósáttir við að Suður-Ameríkumótið í fótbolta fari fram í landinu, þrátt fyrir að kórónuveiran sé afar skæð í Brasilíu. Þrátt fyrir ósætti ætla þeir ekki að sniðganga mótið.

Mótið átti upprunalega að fara fram í Argentínu og Kólumbíu en var fært til Brasilíu. Argentína hætti við mótahald vegna kórónuveirunnar og Kólumbía vegna mikilla mótmæla í garð stjórnvalda landsins.

„Við erum ekki sáttir með hvernig knattspyrnusambandið hefur staðið að þessu. Framkvæmdin á þessu hefur verið óásættanleg,“ segir í yfirlýsingu sem leikmenn liðsins birtu á samfélagsmiðlum í dag.

Rúmlega 475.000 manns hafa látist úr kórónuveirunni í Brasilíu og hefur hún verið mun skæðari þar í landi en bæði í Argentínu og Kólumbíu.

mbl.is